Snjallir vefborðar sem eru beintengdir við heimasíðu fyrirtækisins. Auk snjallborða er hægt að setja upp auglýsingar með hefðbundnum borðum í öllum stærðum, hvort sem um statískar myndir er að ræða eða HTML vefborða. Hægt er að setja campaign nafn (utm_campaign) á herferðina ef ætlunin er að fylgjast með árangri hennar í Google Analytics. Auglýsingakerfið sér sjálfkrafa um að setja aðrar mælingarbreytur aftan á tengil auglýsingarinnar.
Þú stýrir auglýsingaherferðum með Púls kerfinu. Þú getur verið með margar mismunandi auglýsingar í hverri herferð og stillt auglýsingar eftir tímabilum, vikudögum, tíma dags, veðri og vægi.
Nákvæm tölfræði í rauntíma með upplýsingum um birtingar, smelli og smellihlutfall ásamt skrunum og skrunhlutfalli ef um er að ræða Snjallborða með skrun. Þú getur flokkað tölfræðina eftir miðlum, stærðum, tímabilum og vörum.